Víxluðu börnunum á fæðingardeild

Á fæðingardeild
Á fæðingardeild Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Tvær fjölskyldur í Rússlandi hafa stefnt sjúkrahúsi fyrir að afhenda þeim röng börn á fæðingardeildinni fyrir 12 árum síðan. Sannleikurinn kom fyrst í ljós við skilnað annarra hjónanna, þar sem eiginmaðurinn neitaði að greiða meðlag með dóttur þeirra vegna þess að hún líktist honum ekki neitt.

DNA-rannsókn sem gerð var í kjölfarið leiddi í ljós að stúlkan var ekki skyld foreldrum sínum. Lögreglu tókst hinsvegar að hafa uppi á blóðforeldrum stúlkunnar og þá kom í ljós að þeir höfðu í rúman áratug alið upp barn hinna hjónanna. Hvorug stúlknanna vill fara frá uppeldisfjölskyldu sinni, en fjölskyldurnar krefja sjúkrahúsið um 5 milljónir rúbla í skaðabætur. Ekki er hinsvegar hægt að kæra einstaka starfsmenn sjúkrahússins vegna þess hve langur tími er liðinn síðan börnin voru afhent röngum foreldrum. 

Önnur móðirin, Yuliya Belyaeva, segir að heimur hennar hafi umturnast þegar sannleikurinn kom í ljós. Áfallið hafi hinsvegar verið mest fyrir stúlkurnar tvær. Báðar hafi þær óttast að uppeldisforeldrar þeirra myndu nú senda þær burt, en fjölskyldurnar hafa sæst um að stúlkurnar búi áfram á heimilum sínum en heimsæki blóðforeldra sína reglulega. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert