Hengdir fyrir nauðganir

Fjór­ir karl­menn sem dæmd­ir voru fyr­ir að hafa ráðist inn í einka­sam­kvæmi í Is­fa­h­an-héraði í Íran þar sem þeir nauðguðu nokkr­um kon­um, voru í dag hengd­ir op­in­ber­lega. Sam­kvæmt frétt­um ír­anskra fjöl­miðla fylgd­ust þúsund­ir með af­tök­unni.

Menn­irn­ir, sem eru á aldr­in­um 20-25 ára, voru hluti af fimmtán manna hóp sem réðst inn í sam­kvæmið sem haldið var bæn­um Khomeni Shahr í maí. Ógnuðu þeir gest­um með hníf­um og kylf­um, sam­kvæmt frétt Fars- frétta­stof­unn­ar.

Eft­ir að hafa keflað karl­menn­ina í sam­kvæm­inu höfðu menn­irn­ir nokkr­ar kon­ur á brott með sér og nauðguðu þeim.

Menn­irn­ir sem voru tekn­ir af lífi í morg­un voru all­ir á saka­skrá fyr­ir að selja áfengi sem er bannað í Íran, ólög­leg­an vopna­b­urð og mann­rán. Fjór­ir sem einnig eru grunaðir um árás­ina ganga enn laus­ir.

Alls hafa 223 verið tekn­ir af lífi í Íran það sem af er ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um AFP frétta­stof­unn­ar en mann­rétt­inda­sam­tök­in Hum­an Rights Watch segja að 388 hafi verið tekn­ir af lífi í Íran í fyrra. Aft­ur á móti tel­ur Am­nesty In­ternati­onal að 252 hafi verið tekn­ir af lífi í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert