Nú gýs á tveimur stöðum á hafsbotni við El Hierro-eyju í Kanaríeyjaklasanum. Um 500 íbúar eyjarinnar dvöldi enn eina nóttina utandyra eftir að þeir yfirgáfu heimili sín í varúðarskyni.
Laura Otero, talsmaður yfirvalda á eynni, kvaðst geta staðfest að það gysi á tveimur stöðum við El Hierro. Hún sagði að dauður fiskur flyti í sjónum og að sterk brennisteinslykt fyndist á báðum stöðunum. Gosin eru neðansjávar.
Juan Manuel Santana, talsmaður almannavarna á Kanaríeyjum, sagði að gígarnir tveir væru um 3,7 km og 2,8 km suðvestur af þorpinu La Restinga.
Gígurinn sem hóf fyrr að gjósa er á um 700 metra dýpi en hinn síðari á um 200 metra dýpi.