Feginn að hafa ekki evru

Trond Giske, efnahags- og viðskiptaráðherra Noregs.
Trond Giske, efnahags- og viðskiptaráðherra Noregs. Magnus Fröderberg/norden.org

Trond Giske, efna­hags- og viðskiptaráðherra Nor­egs, kveðst gleðjast yfir því að Nor­eg­ur hafi ekki gengið inn í evru­sam­starfið. Hann seg­ir að gall­ar séu í grunn­in­um sem evr­an bygg­ir á. Giske kveðst hafa verið þeirr­ar skoðunar í 20 ár.

Frétta­vef­ur Dagens Nær­ingsliv grein­ir frá ræðu ráðherr­ans í dag á haustþingi Norska versl­un­ar­há­skól­ans. Giske sagðist telja að þrátt fyr­ir allt muni evru­sam­starfið lifa áfram, ein­fald­lega vegna þess að ekki sé völ á neinu öðru. Hann sagði að eng­in leið sé út úr evr­unni og vísaði til þeirra fjöl­mörgu vanda­mála sem land stæðii frammi fyr­ir kysi það að yf­ir­gefa evr­una.

Giske sagði að eina leiðin sé að kom­ast út úr krepp­unni. Hann tel­ur að þótt evru­sam­starfið muni lifa af nú­ver­andi skuldakreppu þá séu for­send­ur evr­unn­ar þannig að fyrr eða síðar komi upp vanda­mál.

Giske benti m.a. á að myntsam­starfið byggi á sam­vinnu um pen­inga­stefnu en það skorti á sam­starf um rík­is­fjár­mál. „Það eru sett ákveðin skil­yrði. Meðal ann­ars að rík­is­skuld­ir skuli ekki vera meira en 60% af vergri þjóðarfram­leiðslu. En fyrstu lönd­in sem brutu það voru Frakk­land og Þýska­land,“ sagði Giske.

„Það að vera með sam­eig­in­legt myndsvæði án þess að stýra um leið fjár­laga­gerðinni eru mis­tök núm­er eitt.“ Giske benti einnig á að seðlabanki evru­svæðis­ins geti ekki prentað pen­inga, en eigi samt að stýra pen­inga­stefn­unni. Hann kvaðst telja að evru­skulda­bréf séu nauðsyn­leg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert