Byssubardagi í Trípólí

Til skotbardaga kom á milli hersveita bráðabirgðastjórnarinnar í Líbíu og stuðningsmanna Múammars Gaddafis, fyrrum leiðtoga Líbíu, í höfuðborginni Trípólí í dag. Að minnsta kosti 9 særðust alvarlega. Skotbardaganum er nú lokið.

Breska ríkisútvarpið skýrir frá því að þetta séu fyrstu meiriháttar átökin sem hafa brotist út í Trípólí frá því hersveitir bráðabirgðastjórnarinnar náðu höfuðborginni á sitt vald í ágúst sl.

Skotbardaginn hófst í kjölfar mótmæla sem stuðningsmenn Gaddafis stóðu fyrir.

Þrátt fyrir að byssurnar séu hljóðnaðar þá segir BBC að hersveitir líbíska þjóðarráðsins vinni nú að því að hafa uppi á stuðningsmönnum Gaddafis í Abu Salim hverfinu þar sem átökin brutust út í dag.

Andstæðingar Gaddafis í Abu Salim í dag þar sem kom …
Andstæðingar Gaddafis í Abu Salim í dag þar sem kom til bardaga á milli hersveita bráðabirgðastjórnarinnar og stuðningsmanna einræðisherrans fyrrverandi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert