Kaupa gögn um skattsvikara

Þýsk stjórn­völd keyptu disk með gögn­um um meinta skattsvik­ara sem eru grunaðir um að hafa stungið und­an skatti með því að koma fjár­mun­um fyr­ir í skatta­skjóli banka í Lúx­em­borg.

Upp­lýs­ing­un­um á diskn­um verður dreift til sam­bands­stjórna Þýska­lands, seg­ir talsmaður þýska fjár­málaráðuneyt­is­ins sem seg­ir aðgerðir stjórn­valda lög­leg­ar.

Fin­ancial Times í Þýskalandi grein­ir frá því í dag að greidd­ar hafi verið 3 millj­ón­ir evra fyr­ir upp­lýs­ing­arn­ar. Sam­kvæmt frétt FT má gera ráð fyr­ir að rann­sókn máls­ins hefj­ist í næsta mánuði.

Skatta­yf­ir­völd í Þýskalandi náðu að end­ur­heimta um 1,6 millj­arða evra árið 2009 frá skattsvik­ur­um sem komu fjár­mun­um sín­um fyr­ir á leyni­reikn­ing­um í Liechten­stein og Sviss en þá keyptu þýsk yf­ir­völd upp­lýs­ing­ar sem stolið hafði verið frá bönk­un­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert