Biskup ákærður fyrir yfirhylmingu

Biskupinn er sakaður um að hafa ekki gert lögreglu viðvart …
Biskupinn er sakaður um að hafa ekki gert lögreglu viðvart vegna málsins. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Kaþólskur biskup í Missouri í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir meintum kynferðisbrotum gegn börnum í sínu biskupsdæmi.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að þetta sé í fyrst sinn sem biskup er ákærður í máli sem þessu.

Biskupinn Robert Finn í Kansas er sakaður um að hafa ekkert aðhafst í máli prests sem er sakaður um að hafa verið með klámfengið myndefni af börnum á tölvunni sinni. Eru kirkjunnar þjónar sakaðir um samsæri, en þeir eru sagðir hafa eyðilagt sönnunargögnin.

Biskupinn hefur beðist afsökunar en segist ekki hafa gert neitt rangt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert