Tólf mótmælendur deyddir

Gríðarlegur fjöldi andstæðinga jemensku stjórnarinnar hefur krafist afsagnar Saleh forseta …
Gríðarlegur fjöldi andstæðinga jemensku stjórnarinnar hefur krafist afsagnar Saleh forseta landsins. Reuters

Tólf mótmælendur voru myrtir og tugir særðust þegar lögreglan í Jemen hóf í morgun skothríð á mótmælendur í höfuðborginni. Mótmælendurnir kröfðust afsagnar Ali Abdullah Sale forseta.

Margir bráðaliðar sögðu AFP fréttastofunni að tólf manns hafi fallið fyrir skotum lögreglunnar. Þeir föllnu og særðu voru fluttir á fjögur sjúkrahús. Skothríðin hófst þegar öryggissveitir reyndu að dreifa hundruðum þúsunda andstæðinga Salehs forseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert