Lundúnarlögreglan er nú með til athugunar hvort hefja beri rannsókn á kaupsýslumanninum Adam Werritty vegna meintra fjársvika. Werritty er náinn vinur Liam Fox, sem sagði nýverið af sér sem varnarmálaráðherra Bretlands.
John Mann, þingmaður Verkamannaflokksins, óskaði eftir því að lögreglan myndi rannsaka ásakanir þess efnis að Werritty hefði notað nafnspjöld þar sem hélt því ranglega fram að hann væri ráðgjafi Fox.
Fram kemur á vef BBC að á sama tíma hafi Werritty verið að stofna fyrirtæki fyrir fé sem hann fékk frá nokkrum auðugum stuðningsmönnum.
Fox sagði af sér vegna tengsla við Werritty, sem mun hafa komið fram sem ráðgjafi hans án þess að gegna opinberu embætti.
Werritty er grunaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og að hafa, áður en Fox tók sæti í ríkisstjórn, notað skrifstofu á vegum þingsins til að safna peningum í sjóð sem hann er í forsvari fyrir.