Ísraelar hafa birt lista yfir nöfn 477 palestínskra fanga sem þeir munu sleppa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi palesínskra uppreisnarmanna frá árinu 2006.
Shimon Peres, forseti Ísraels, segir fangarnir muni hljóta náðun. Það ferli sé nú í farvegi.
Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að föngunum verði sleppt á þriðjudag. Um er að ræða fyrri hluta samkomulags sem hefur náðst, því þegar Shalit snýr aftur heim verður 550 föngum til viðbótar sleppt.
Greint var fram samkomulaginu sl. þriðjudag. Þá höfðu samningaviðræður staðið yfir í mörg ár. Shalit var 19 ára þegar hann var tekinn höndum.