Mótmælabúðir við dómkirkju

Mótmælendur við kirkjuna í dag.
Mótmælendur við kirkjuna í dag. Reuters

Um 250 mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum við dómkirkjum heilags Páls í Lundúnum. Mótmælendurnir, sem eru reiðir út í banka- og stjórnmálamenn, segjast vera komnir til að vera.

Hópurinn er innblásinn af mótmælendunum í New York, sem hafa komið upp búðum á Wall Street, að því er fram kemur á vef Reuters.

Í gær fordæmdu mótmælendurnir það sem þeir kalla græðgi stórfyrirtækja og ójöfnuði í samfélaginu. Þá reyndu nokkur þúsund manns að taka yfir svæðið við kauphöllina í Lundúnum.

Lögreglunni tókst hins vegar að koma í veg fyrir það og setti upp girðingar. Þá ákváðu mótmælendurnir að færa sig að dómkirkjunni, sem er við hliðina á húsnæði sem er í eigu kauphallarinnar. Þar reistu þeir um það bil 70 tjöld og sváfu þar í nótt.

Dómkirkja heilags Páls í London.
Dómkirkja heilags Páls í London. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka