Níu létust í aurskriðu í El Salvador

Mikið úrhelli hefur verið í El Salvador.
Mikið úrhelli hefur verið í El Salvador. Reuters

Mikil aurskriða í vesturhluta El Salvador í dag varð a.m.k. níu manns að bana. Miklar rigningar hafa verið í Mið-Ameríku undanfarna viku og er fjöldi þeirra sem hafa látið lífið í kjölfar þeirra nú kominn yfir 60.

Aurskriðan átti sér stað í Ciudad Arce og hreif með sér fimm hús. Erfiðlega gengur að leita að eftirlifendum vegna mikilla rigninga sem dynja á björgunarsveitunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert