Átta féllu í bardögum í Jemen

Átta féllu í nótt og 27 særðust í átökum í Sanaa, höfuðborg Jemen, þegar kom til skotbardaga milli mótmælenda og stjórnarhersins.

Þrír af þeim sem létust féllu á torgi í miðborginni þar sem mótmælendur hafa síðustu vikur krafist afsagnar Ali Abdullah Saleh forseta landsins. Hermenn skutu á mótmælendur. Hinir féllu í skotbardaga í úthverfi þar sem ættbálkar hafa haldið uppi öflugri andstöðu við forsetann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert