Mánuður er liðinn síðan mótmælin hófust í fjármálahverfi New York borgar og ekkert lát virðist ætla að vera á þeim. Þau hafa breiðst út um allan heim og er talið að mótmælendur hafi komið saman í áttatíu löndum um helgina.
Reiði mótmælenda beinist gegn gráðugum bankastjórnendum og verðbréfasölum. En það er meira undir, styrjaldir, neysluhyggja og spilling.