Vilja banna löðrunga í Wales

Lítil stelpa sveiflar velska þjóðfánanum á rúgbí leikvangi í Wales.
Lítil stelpa sveiflar velska þjóðfánanum á rúgbí leikvangi í Wales. Reuters

Hóp­ur þing­manna í Wales beit­ir sér nú fyr­ir því að for­eldr­um þar í landi verði gert óheim­ilt að slá börn sín. Þing­menn­irn­ir, sem koma úr öll­um flokk­um, hafa lagt fram til­lögu um að fellt verði úr lög­um ákvæði sem heim­il­ar slík­ar hegn­ing­ar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem reynt er að út­rýma lík­am­leg­um refs­ing­um í Wales, en síðast þegar málið var tekið fyr­ir á þingi rann það út í sand­inn vegna deilna um hvort þingið hefði völd til að samþykkja slík lög.

Þing­menn­irn­ir segja að heim­ild­in sem nú er í lög­um gefi for­eldr­um mögu­leika á að halda uppi vörn­um fyr­ir of­beld­is­brot gegn börn­um sín­um. Þing­menn­irn­ir sem mæla fyr­ir bann­inu vísa í að banni við lík­am­legu of­beldi gegn börn­um hafi verið komið á í öðrum lönd­um með góðum ár­angri. Wales sé aft­ar­lega á mer­inni í rétt­ind­um barna hvað þetta varði.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu velska Verka­manna­flokks­ins í síðustu þing­kosn­ing­um sagði m.a. að flokk­ur­inn myndi „beita sér fyr­ir því að gera lík­am­leg­ar refs­ing­ar gegn börn­um og ung­ling­um óá­sætt­an­leg­ar með því að vekja at­hygli á öðrum og upp­byggi­legri aðferðum".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert