ESB bannar „nakið“ skuldatryggingaálag

ESB-ríkin og Evrópuþingið komust að samkomulagi um að banna „nakið“ …
ESB-ríkin og Evrópuþingið komust að samkomulagi um að banna „nakið“ skuldatryggingaálag en talið er að það hafi aukið á skuldavanda Evrópu. Reuters

Evrópusambandið samþykkti í dag að banna „nakið“ skuldatryggingaálag. Kaupahéðnar hafa notað slíka fjármálagjörninga til að veðja á getu landa til að greiða af skuldum sínum.

ESB-ríkin og Evrópuþingið komust að samkomulagi eftir langar samningaviðræður um að banna þetta fjármálaverkfæri spákaupmanna. Því er kennt um að hafa átt þátt í að auka á skuldavanda Evrópuríkja.

Skuldatryggingaálag er líkt og trygging fyrir hættunni á að fyrirtæki eða ríkissjóður greiði ekki skuldir sínar. Það er kallað „nakið“ skuldatryggingaálag þegar fjárfestar eiga ekki skuldina en veðja á að þeir geti keypt hana síðar á undirverði ef til greiðslufalls kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert