Laus úr fangelsi hjá Hamas

00:00
00:00

Ísra­elski hermaður­inn Gilad Shalit ræddi við egypska sjón­varpið um lífs­reynslu sína. Hann var lát­inn laus í dag eft­ir meira en fimm ára vist í fang­elsi hjá Ham­as-sam­tök­un­um.

Palestínsk­ir stríðsmenn hand­tóku Shalit árið 2006. Þeir fóru um jarðgöng frá Gaza-svæðinu og sátu fyr­ir áhöfn ísra­elsks skriðdreka. Shalit var veiklu­leg­ur og föl­ur þegar hann talaði við egypska sjón­varpið með aðstoð túlks. Hann kvaðst þó vera við góða heilsu.

„Ég fékk frétt­irn­ar fyr­ir viku og mér fannst þá að það væri síðasta tæki­færið til þess að láta mig laus­an. Ég get ekki lýst til­finn­ing­um mín­um þá en ég fann að ég átti erfiðar stund­ir fyr­ir hönd­um,“ sagði Shalit.

Hann þakkaði þeim sem unnu að lausn hans úr fang­elsi og sagði að hann vonaði að þeir 5.000 Palestínu­menn sem enn eru í ísra­elsk­um fang­els­um verði látn­ir laus­ir. 

„Ég yrði mjög ánægður ef þeir væru all­ir látn­ir laus­ir svo þeir geti farið aft­ur til fjöl­skyldna sinna og lands síns. Ég yrði mjög glaður ef þetta gæti gerst,“ sagði Shalit.

Meira en eitt þúsund Palestínu­menn voru látn­ir laus­ir í skipt­um fyr­ir Shalit sam­kvæmt samn­ingi milli rík­is­stjórn­ar Ísra­el og Ham­as. Egypt­ar höfðu milli­göngu um samn­ings­gerðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka