Hægt verði að yfirgefa evruna

Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að breyta þurfi sáttmálum sambandsins þannig að ríki geti yfirgefið evrusvæðið og hætt að nota evruna sem gjaldmiðil sinn. Nokkuð sem ekki sé hægt eins og staðan er í dag.

Delors sagði ennfremur í samtali við franska dagblaðið Le Monde að evrusvæðið væri á barmi hengiflugs vegna þess hversu svifaseinir forystumenn ESB hafi verið í ákvarðanatöku um aðgerðir til þess að finna lausn á efnahagsvanda þess.

Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert