Vissu strax um Breivik

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik í miðborg Osló 22. júlí. Hann …
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik í miðborg Osló 22. júlí. Hann var þá klæddur eins og lögreglumaður. SCANPIX NORWAY

Nokkrum mínútum eftir að sprengja sprakk í miðborg Óslóar 22. júlí sl. var lögreglan komin með í hendur upplýsingar um hver hefði verið þar að verki, á hvaða bíl hann væri og hvaða tilgangur lægi að baki hryðjuverkinu. Þessum upplýsingum var hins vegar ekki komið til lögreglumanna á vettvangi fyrir en um klukkutíma eftir árásina.

Þetta kemur fram í lögregluskýrslum sem norski vefurinn ABC-nyheter segir frá. Viðvörun var send út til almennra lögreglumanna um klukkutíma eftir að sprengjan í miðborg Osló sprakk. Þá var Anders Behring Breivik á leiðinni út í Útey þar sem hann hóf að myrða ungmenni sem þar voru. Hann hafði þá ekið frá Ósló og m.a. mætt lögreglubílum á leiðinni.

Þegar viðvörunin var loks send út var Breivik búinn að leggja bíl sínum fyrir utan ferjustaðinn úti fyrir Útey.

Frétt ABC-nyheter

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert