Ríkisstjórn Tælands telur að ekki sé hægt að bjarga allri höfuðborg landsins, Bangkok. Yingluck Shinawatra forsætisráðherra segir að svo mikið vatn sé norðan við borgina að leyfa verði því að flæða í gegnum borgina og til sjávar.
Hermenn hafa tekið þátt í að byggja um varnir í kringum miðborg Bangkok, en gríðarleg flóð norðan við borgina gera það að verkum að ríkisstjórnin efast um að hægt verði að koma í veg fyrir að vatnið flæði inn í miðborgina.
Íbúar í sjö borgarhlutum í Bangkok hafa verið varaðir við flóðahættu. Forsætisráðherrann segir að vatn flæði úr öllum áttum og það verði að greiða vatninu leið til sjávar. Þess vegna verði opna eitthvað af varnargörðum sem byggðir hafa verið.