Ný ríkisstjórn Líbíu segir að herinn hafi nú full völd í Sirte, fæðingarborg Muammar Gaddafi. Borgin er síðasta stóra vígi stuðningsmanna Gaddafi.
Í frétt BBC um fall Sirte er haft eftir stjórnvöldum í Líbíu að herinn hafi gert stórsókn í Sirte snemma í morgun. Sóknin hafi staðið í um 90 mínútur og borgin sé nú öll á valdi stjórnarhersins. Herinn hefur setið um Sirte í nokkrar vikur eða allt frá því að Gaddafi flúði frá Trípólí.
Nokkrir stuðningsmenn Gaddafi eru enn í bænum Bani Walid, suðaustur af Trípólí. Engar staðfestar fréttir hafa borist af því hvar Gaddafi er niðurkominn.