Fagna falli Gaddafis

Mikill fögnuður hefur brotist út í Líbíu eftir að fregnir bárust af falli Múammars Gaddafis og hefur fólk meðal annars safnast saman á Píslarvottatorgi í Trípolí. Þess er þó enn beðið að bráðabrigðastjórn landsins staðfesti endanlega að Gaddafi hafi fallið í áhlaupinu á Sirte.

Hefur arabíska fréttastöðin Al-Jazeera birt skjámyndir úr myndbandi sem sagt er sýna alblóðugan Gaddafi í haldi uppreisnarmanna.

Samkvæmt heimildum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar innan utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna lítur út fyrir að frásagnir af láti Gaddafis séu réttar. Ráðuneytið vill þó ekki staðfesta þær fréttir enn sem komið er.

Beðið er eftir að blaðamannafundur þjóðarráðs Líbíu hefjist en þar er búist við að tilkynnt verði um afdrif Gaddafis.

Líbíumenn fagna falli Múammars Gaddafis við sendiráð sitt í Túnis.
Líbíumenn fagna falli Múammars Gaddafis við sendiráð sitt í Túnis. ZOHRA BENSEMRA
Mynd sem sögð er vera að Múammar Gaddafi alblóðugum í …
Mynd sem sögð er vera að Múammar Gaddafi alblóðugum í haldi uppreisnarmanna. REUTERS TV
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert