„Vatnið heldur áfram að rísa í innri Bangkok og íbúar, sjálfboðaliðar og hermenn eru að byggja flóðavarnir úr sandpokum,“ segir Hulda Vigdísardóttir sem er í Bangkok. „Í morgun þegar ég fór út var vatnið í fljótinu mjög mikið en á heimleiðinni var það orðið töluvert meira.“ Hún segir flóðið renna til sjávar um Chao Phraya fljótið, sem rennur um miðborg Bangkok.
Hulda segir flóðin þau verstu sem hafi komið í fimmtíu ár og tugir þúsunda manna hafi neyðst til að flýja heimili sín. Tælensk yfirvöld telji að flóðið hafi eyðilagt að minnsta kosti 10% af hrísgrjónaökrum landsins og fjárhagslegt tap nemi allt að 3 milljörðum bandaríkjadala. Það er jafnvirði um 350 milljarða króna.
Talið er að um 300 manns hafi látið lífið síðan í júlí af völdum flóða í Thailandi. Loftmyndir sýna hvernig flóðið nálgast útjaðar Bangkok, höfuðborgar Thailands á meðan íbúar hennar og opinberir starfsmenn vinna í kapp við klukkuna að því að bjarga borginni.
Þriðjungur landbúnaðarsvæða í Tælandi hafa orðið fyrir flóðum á meðan þéttbýl iðnaðarsvæði eru á umkringd flóðum. Hingað til hefur Bangkok sloppið við versta hlua flóðannna en nú er unnið í akkorði við að forða borginni. Íbúum í sjö héruðum norðaustur af borginni hefur verið að sagt að búa sig undir flóð, eftir því sem vatnsflaumurinn frá miðjunni eykst.