Staðfesta dauða Gaddafis

Forsætisráðherra Líbíu staðfesti nú fyrir stundu að Múmmar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi landsins sé látinn. Fregnir herma að lík hans sé nú komið til Misrata og að því hafi verið komið fyrir í mosku þar.

„Við höfum beðið eftir þessari stund í langan tíma. Búið er að drepa Múammar Gaddafi,“ hefur bresks Sky-fréttastofan eftir Mahmud Jibril, forsætisráðherra á blaðamannafundi sem nú er í gangi.

Er Gaddafi sagður hafa verið særður í árás á hús þar sem hann dvaldist. Hann hafi síðan látist af sárum sínum þar. Hefur arabíska fréttastöðin Al-Jazeera birt myndir af því sem sagt er að sé lík Gaddafis.

Líbíumenn fagna dauða Gaddafis.
Líbíumenn fagna dauða Gaddafis. ZOHRA BENSEMRA
Skjámyndir úr myndbandi sem er sagt sýna lík Múammars Gaddafis.
Skjámyndir úr myndbandi sem er sagt sýna lík Múammars Gaddafis. REUTERS TV
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert