Tímamót í sögu Líbíu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að dauði Múammars Gaddafis, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, marki endalok kafla í sögu þjóðarinnar sem var bæði langur og sársaukafullur.

Obama segir að Bandaríkin muni standa með Líbíumönnum í kjölfar dauða Gaddafis. Þá segir hann að hernaðaraðgerðum NATO í landinu muni brátt ljúka.

„Þetta markar endalok langs og sársaukafulls kafla í lífi Líbíumanna sem hafa nú fengið tækifæri til að ákveða örlög sín í nýrri og lýðræðislegri Líbíu,“ sagði forsetinn við blaðamenn í Rósagarðinum við Hvíta húsið í dag.

Obama segir ennfremur að dauði Gaddafi hafi einnig mikla þýðingu í arabaheiminum þar sem mótmæli almennings hafi leitt til þess að einræðisherrum, sem hafa setið á valdastóli í áratugi, hafi verið steypt af stóli.

„Það er óumflýjanlegt að stjórnarfar með járnhnefa muni líða undir lok,“ sagði Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert