Var Gaddafi tekinn lifandi?

Enn er óljóst hvernig lát Múammars Gaddafis bar að. Myndbönd sem Al-Jazeera fréttastöðin hefur birt benda til þess að hann hafi verið særður en á lífi þegar uppreisnarmenn tóku hann höndum. Er það haft eftir hermönnum á staðnum að hann hafi látist á leið á sjúkrahús í Misrata.

Upplýsingamálaráðherra Líbíu lét hafa eftir sér að Gaddafi hafi fallið þegar hann reyndi að flýja þegar uppreisnarmenn réðust inn í hús þar sem hann var í felum. Hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CNN eftir Guma el-Gamaty, fyrrverandi tengilið þjóðarráðs Líbíu í Lundúnum, að Gaddafi hefði verið með meðvitund eftir að hann særðist.

Hefur el-Gamaty það eftir herforingjum á vettvangi að Gaddafi hafi særst þegar hann reyndi að flýja. Hann hafi spurt hvaða menn þetta væri og hvað væri að gerast. Síðar hafi hann látist af sárum sínum á meðan hann var fluttur á sjúkrahús í Misrata.

Frá borginni Sirte í dag þar sem Gaddafi var drepinn.
Frá borginni Sirte í dag þar sem Gaddafi var drepinn. ESAM OMRAN AL-FETORI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka