Ætla að jarða Gaddafi með leynd

Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, lést í gær.
Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, lést í gær. Reuters

Stjórnvöld í Líbíu áforma að grafa lík Muammar Gaddafis með leynd í dag. Gaddafi var handtekinn og drepinn í gær.

Stjórnvöld hafa ekkert gefið upp hvar Gaddafi verði jarðaður eða hvenær, en reiknað er með að útförin fari fram í dag.

Búist er við að Nató tilkynni formlega í dag að bandalagið hafi hætt hernaðaraðgerðum í Líbíu. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sagði að líta mætti svo á að hernaðaraðgerðunum hafi lokið með dauða Gaddafi.

Þeirri spurningu hefur enn ekki verið svarað hver hleypti af skoti sem leiddi til þess að Gaddafi lést. Gaddafi særðist eftir að hafa reynt að flýja eftir að hermenn bráðabirgðastjórnarinnar gerðu skyndiárás á borgina Sirte þar sem hann leyndist síðustu tvo mánuðina. Þegar flytja átti hann á sjúkrahús kom til skotbardaga sem endaði með því að Gaddafi var skotinn í höfuðið.

Uppreisnarmenn segja að Gaddafi hafi leynst í holu í borginni. Þeir létu taka myndir af sér við holuna sem þeir segja að Gaddafi hafi verið í.

Þess má geta að Saddam Hussein, einræðisherra í Írak, faldi sig í holu og fannst þar nokkrum mánuðum eftir að hann tapaði völdum í Írak.

Uppreisnarmenn segja að Gaddafi hafi falið sig í þessari holu …
Uppreisnarmenn segja að Gaddafi hafi falið sig í þessari holu í Sirte þegar lokaárás á borgina var gerð í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert