Segist hafa skotið Gaddafi

Mynd úr myndskeiði, sem birt var í dag af Gaddafi …
Mynd úr myndskeiði, sem birt var í dag af Gaddafi eftir að uppreisnarmenn náðu honum á sitt vald. Reuters

Ung­ur líb­ísk­urn stríðsmaður seg­ir í mynd­skeiði, sem geng­ur nú um netið, að hann hafi skotið Múamm­ar Gaddafi, fyrr­um leiðtoga lands­ins, til bana í gær. Til sönn­un­ar þess sýn­ir hann gift­ing­ar­hring úr gulli en nafnið á ann­arri eig­in­konu Gaddafis er grafið í hring­inn.

„Ég skaut hann tvisvar. Önnur kúl­an lenti í hand­ar­krik­an­um, hin í höfðinu. Hann dó ekki strax. Það tók hálf­tíma," seg­ir ungi maður­inn, sem heit­ir Sanad Sa­dek Urei­bi.

Frá­sögn unga manns­ins er ekki í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar þjóðarráðs upp­reisn­ar­manna, sem hélt því fram, að Gaddafi hefði lent á milli þegar liðsmenn hans og upp­reisn­ar­menn lentu í skot­b­ar­daga utan við borg­ina Sirte í gær. Þá seg­ir Urei­bi að Gaddafi hafi ekki falið sig í skolpröri held­ur hafi hann verið á gangi í Sirte með hópi barna.  

„Hann var með hatt. Við þekkt­um hann á hár­inu og maður frá Misrata sagði við mig: Þetta er Gaddafi, við náum hon­um." 

Urei­bi seg­ir að þeir hafi gripið í hand­leggi Gaddafis. „Ég sló til hans. Hann sagði við mig: Þú ert son­ur minn. Ég sló hann aft­ur. Hann sagði: Ég er faðir þinn. Þá greip ég í hárið á hon­um og snéri hann niður." 

Hann seg­ist hafa ætlað að flytja Gaddafi með sér til Beng­hazi en þá hafi aðrir her­menn frá Misrata komið þarna að og viljað flytja hann þangað. Urei­bi seg­ist þá hafa ákveðið að skjóta Gaddafi.  

Lík Gaddafis var flutt til Misrata í gær og var í dag haft til sýn­is í kæligeymslu í versl­un­ar­miðstöð utan við borg­ina. Lang­ar biðraðir fólks, sem vildi skoða líkið, myndaðist við kæl­inn. Upp­haf­lega stóð til að greftra Gaddafi í dag í sam­ræmi við hefðir múslima en af því varð ekki þar sem ágrein­ing­ur er um það hvar eigi að jarðsetja hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert