„Þá sáum við hans loðna höfuð“

Þetta er holan sem uppreisnarmenn segja að Gaddafi hafi falið …
Þetta er holan sem uppreisnarmenn segja að Gaddafi hafi falið sig í. Reuters

Hermenn sem tóku þátt í lokaárásinni á Sirte, heimaborg Gaddafi, segja að þeir hafi fundið hann í holu við veg. Hann hafi falið sig þar ásamt nokkrum lífvörðum sínum.

Svo virðist sem Gaddafi hafi særst í lokasókn uppreisnarmanna á Sirte og hafi leitað skjóls í holu eða ræsi við veginn. Nokkrir hermenn sem tóku þátt í átökunum um Sirte lýstu því hvernig þeir hefðu fundið Gaddafi. Sagt frá þessu í frétt í breska blaðinu Telegraph.

Mennirnir sögðu að þegar þeir fóru út af veginum hefðu fjórir eða fimm menn komið hlaupandi út úr ræsinu. „Þeir gáfust upp og sögðu okkur að Gaddafi hefði falið sig þar inni og að hann væri særður. Þegar við kíktum inn í holuna sáum við hans loðna höfuð. Ég stökk strax á hann. Mennirnir sem ég var með kom á eftir mér og umkringdu hann,“ sagði sá sem segist fyrstur hafa komið auga á Gaddafi.

Frétt Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert