Tvöfalt meiri olía en talið var

Norskur olíuborpallur á Snorra-svæðinu í Norðursjó.
Norskur olíuborpallur á Snorra-svæðinu í Norðursjó.

Olíufund­ur Norðmanna sem til­kynnt var um und­ir lok síðast mánaðar er tvö­falt stærri en áður var talið. Olí­an fannst í land­grunn­inu í Norður­sjó um 140 kíló­metra vest­ur af Stafangri og voru rann­sókn­ir fram­kvæmd­ar á svo­kölluðu Aldous Maj­or South svæði.

Talið er að á Aldous Maj­or South svæðinu sé nú að finna um 900-1.500 millj­ón­ir tonna af olíu en sam­kvæmt fyrri grein­ingu var talið að þar væri að finna á bil­inu 400-800 millj­ón­ir tunna af olíu. Áður hef­ur verið til­kynnt að Aldous Maj­or South svæðið og Avalds­nesvæðið liggi sam­an og þetta er því einn stór olíufund­ur seg­ir í til­kynn­ingu Statoil.

„Aldous/​Avalds­nes er risa­fund­ur og einn af þeim stærstu sem hef­ur nokk­urn tím­ann fund­ist á norsku land­grunni,“ er þar haft eft­ir Tim Dod­son yf­ir­manni rann­sókna­sviðs Sta­oil. „Mat á magni ol­í­unn­ar hef­ur verið aukið þar sem það staðfest­ir að það sér stöðug, mjög góð og þykk upp­spretta í Aldous Maj­or South.“

Nýj­ustu niður­stöðurn­ar voru fengn­ar með til­rauna­bor­un­um á ol­íu­svæðinu. Það breiðir sig yfir 180 fer­kíló­metra og er mun dýpra en áður var talið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka