Drápið á Gaddafi blettur á nýjum valdhöfum

Fólk tekur myndir af líki Gaddafis sem liggur enn í …
Fólk tekur myndir af líki Gaddafis sem liggur enn í kæliklefa í verslunarmiðstöð við borgina Misrata. Reuters

Phil­ip Hammond, nýr varn­ar­málaráðherra Bret­lands, sagði í dag að drápið á Muamm­ar Gaddafi, fyrr­um leiðtoga Líb­íu, hefði varpað rýrð á orðstír nýrra leiðtoga lands­ins.

Sagðist Hammond vilja sjá rann­sókn á dauða Gaddafis, sem var hand­samaður lif­andi þegar heima­borg hans, Sirte, féll í hend­ur upp­reisn­ar­manna á fimmtu­dag. 

„Svona för­um við ekki að og hefðum viljað sjá aðra at­b­urðarás," sagði Hammond við breska sjón­varpið BBC. I

„Við hefðum viljað að Gaddafi þyrfti að svara til saka fyr­ir rétti, helst Alþjóðaglæpa­dóm­stóln­um, fyr­ir mis­gjörðir sín­ar, ekki aðeins í Líb­íu held­ur einnig fyr­ir þau hryðju­verk sem hann studdi og fram­in voru utan Líb­íu og marg­ir Bret­ar eiga um sárt að binda af þeirra völd­um," sagði Hammond.

Hann bætti við að ný rík­is­stjórn hlyti að skilja að orðstír henn­ar á alþjóðavett­vangi hefði beðið hnekki vegna þess­ara at­b­urða. 

„Ég er viss um að hún mun vilja upp­lýsa málið þannig að það end­ur­reisi þann orðstír."  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert