Drápið á Gaddafi blettur á nýjum valdhöfum

Fólk tekur myndir af líki Gaddafis sem liggur enn í …
Fólk tekur myndir af líki Gaddafis sem liggur enn í kæliklefa í verslunarmiðstöð við borgina Misrata. Reuters

Philip Hammond, nýr varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í dag að drápið á Muammar Gaddafi, fyrrum leiðtoga Líbíu, hefði varpað rýrð á orðstír nýrra leiðtoga landsins.

Sagðist Hammond vilja sjá rannsókn á dauða Gaddafis, sem var handsamaður lifandi þegar heimaborg hans, Sirte, féll í hendur uppreisnarmanna á fimmtudag. 

„Svona förum við ekki að og hefðum viljað sjá aðra atburðarás," sagði Hammond við breska sjónvarpið BBC. I

„Við hefðum viljað að Gaddafi þyrfti að svara til saka fyrir rétti, helst Alþjóðaglæpadómstólnum, fyrir misgjörðir sínar, ekki aðeins í Líbíu heldur einnig fyrir þau hryðjuverk sem hann studdi og framin voru utan Líbíu og margir Bretar eiga um sárt að binda af þeirra völdum," sagði Hammond.

Hann bætti við að ný ríkisstjórn hlyti að skilja að orðstír hennar á alþjóðavettvangi hefði beðið hnekki vegna þessara atburða. 

„Ég er viss um að hún mun vilja upplýsa málið þannig að það endurreisi þann orðstír."  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert