Lík Gaddafis krufið

Fólk tekur myndir af líki Gaddafis í kæligeymslu í Misrata.
Fólk tekur myndir af líki Gaddafis í kæligeymslu í Misrata.

Talsmaður herráðsins í Misrata í Líbíu segir, að lík Múammars Gaddafis hafi verið krufið í morgun samkvæmt kröfu bráðabirgðastjórnarinnar í Tripoli. Líkið verður afhent ættingjum Gaddafis til greftrunar.

Talsmaðurinn segir, að ekki hafi staðið til að kryfja líkið en stjórnvöld hafi krafist þess, að öllum reglum yrði fylgt í hvívetna. Niðurstaða líkskoðunarinnar liggur ekki fyrir. 

Lík Gaddafis var haft til sýnis á föstudag og laugardag í kæligeymslu í verslunarmiðstöð utan við Misrata. Fjöldi fólks hefur farið þangað til að virða fyrir sér lík einræðisherrans fyrrverandi. 

Lík Mutassim, sonar Gaddafis, hefur einnig verið krufið en feðgarnir létu lífið þegar uppreisnarmenn náðu borginni Sirte á sitt vald á fimmtudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka