49% Breta segjast vilja úr ESB

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Um 49% Breta segj­ast hlynnt úr­sögn úr Evr­ópu­sam­band­inu á meðan 40% þeirra vilja vera áfram inn­an sam­bands­ins. Þetta er niðurstaða könn­un­ar sem gerð var á veg­um breska blaðsins The Guar­di­an en þar kem­ur fram að 70% kjós­enda vilja fá að kjósa um aðild að ESB.

Könn­un Guar­di­an er birt á sama tíma og tek­ist er á í breska þing­inu um til­lögu þing­manns íhalds­manna um að efnt verði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu  árið 2013 um hvort Bret­land eigi að vera áfram inn­an ESB, yf­ir­gefa það eða krefjast nýrra aðild­ar­viðræðna með end­ur­skoðun skil­mála.

Kosið verður um til­lög­una kl. 21 í  kvöld að ís­lensk­um tíma en Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur biðlað til þing­manna sinna um að greiða at­kvæði gegn til­lög­unni. Þing­mönn­um Frjáls­lyndra demó­krata og Verka­manna­flokks­ins hef­ur einnig verið skipað að greiða at­kvæði gegn til­lög­unni.  Þegar hef­ur 61 þingmaður íhalds­manna lýst yfir stuðningi við til­lög­una og nú er spurn­ing­in sú hvort þeir fari gegn vilja flokks­ins sbr. frétt BBC. Heim­ild­ir AFP herma að á milli 60 og 100 þing­menn af 305 þing­mönn­um íhalds­manna hafi ákveðið að ganga gegn vilja Ca­meron og greiða at­kvæði með til­lög­unni.

Ca­meron hef­ur sagst hafa skiln­ing á til­lög­unni en hins veg­ar tel­ur hann tíma­setn­ing­una ranga vegna evru­vand­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert