Lík Gaddafis flutt úr kælinum

Lík Múammars Gaddadis, fyrrum einræðisherra Líbíu, og Mo'tassim, sonar hans, hafa verið flutt úr kæligeymslu skammt frá borginni Misrata en þar hafa líkin verið til sýnis almenningi undanfarna daga. Grafa á líkin á leyndum stað í eyðimörkinni á morgun.

Fréttamenn Reuters komu undir kvöld í kæligeymsluna, þar sem líkin hafa verið geymd frá því á fimmtudag, en geymslan reyndist tóm.

Reuters segir, að heimildarmaður í Misrata hafi staðfest að líkin hafi verið flutt en ekki viljað segja hvert.

Fréttir bárust í kvöld um að Saif al-Islam, sonur Gaddafis, hefði í dag reynt að komast yfir landamæri Alsírs og Nígers. Hafi hann verið með falsað líbískt vegabréf.

Líbíumenn hafa undanfarna daga beðið í röðum utan við kæligeymsluna …
Líbíumenn hafa undanfarna daga beðið í röðum utan við kæligeymsluna í Misrata eftir að fá að sjá lík Gaddafis. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert