Lík Múammars Gaddadis, fyrrum einræðisherra Líbíu, og Mo'tassim, sonar hans, hafa verið flutt úr kæligeymslu skammt frá borginni Misrata en þar hafa líkin verið til sýnis almenningi undanfarna daga. Grafa á líkin á leyndum stað í eyðimörkinni á morgun.
Fréttamenn Reuters komu undir kvöld í kæligeymsluna, þar sem líkin hafa verið geymd frá því á fimmtudag, en geymslan reyndist tóm.
Reuters segir, að heimildarmaður í Misrata hafi staðfest að líkin hafi verið flutt en ekki viljað segja hvert.
Fréttir bárust í kvöld um að Saif al-Islam, sonur Gaddafis, hefði í dag reynt að komast yfir landamæri Alsírs og Nígers. Hafi hann verið með falsað líbískt vegabréf.