Þak fauk af flugvelli í Algarve

Frá Algarve í Portúgal. Úr safni.
Frá Algarve í Portúgal. Úr safni. mbl.is/Brynjar Gauti

Fimm slösuðust þegar þakhluti flugstöðvarbyggingarinnar í Faro, sem er í Algarve-héraði Portúgals, fauk í miklu óveðri sem gekk þar yfir í nótt. Röskun varð á flugi vegna atviksins.

Að sögn embættismanna rifnuðu plötur af þakinu sem er yfir innritunarsal í brottfararbyggingunni um kl. 5 í nótt að staðartíma.

Portúgalskir fjölmiðlar segja að flugvallaryfirvöld hafi í kjölfarið ákveðið að aflýsa eða fresta brottförum og beina komuvélum annað.

Kaffihús og veitingastaðir á flugvellinum eru lokaðir vegna þeirra skemmda sem urðu á byggingunni, og hafa margir farþegar því hvorki getað fengið mat né drykk.

Algarve er mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna í Portúgal, og er Íslendingum að góðu kunnur. Um fjórar milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert