Wikileaks hættir að birta skjöl

Julian Assange, aðalritstjóri WikiLeaks.
Julian Assange, aðalritstjóri WikiLeaks. Reuters

Uppljóstrunarvefurinn WikiLeaks hefur ákveðið að hætta tímabundið að birta skjöl vegna fjárskorts. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá vefnum. Munu stjórnendur WikiLeaks nú einbeita sér að því að afla fjár til að halda áfram starfseminni.

Í yfirlýsingunni segir að ástæðan sé sú að alþjóðleg greiðslumiðlunarfyrirtæki á borð við Visa, MasterCard, Western Union og PayPal hafa lokað á greiðslumiðlun til WikiLeaks. Hafi það leitt til þess að allir sjóðir WikiLeaks séu uppurnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert