Sjúklingar á ríkisreknum sjúkrahúsum í Sýrlandi eru pyntaðir í tilraun til að bæla mótmælin í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu frá Amnesty International. Skýrslan telur 39 síður og þar er því haldið fram að sjúklingar á að minnsta kosti fjórum ríkisreknum sjúkrahúsum hafi verið pyntaðir og aðrir fengið illa meðferð, þar á meðal af starfsfólki. Margir særðir borgarar telja það öruggara að leita ekki undir læknis hendur þrátt fyrir að þurfa þess, segir í skýrslunni. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa neitað öllum ásökunum um pyntingar á andstæðingum stjórnvalda í landinu.
Mótmæli gegn stjórnvöldum í Sýrlandi hófstu í mars og hafa haldið áfram þrátt fyrir tilraunir Bashar al-Assad’s forseta landsins til að kæfa þau. Sameinuðu þjóðirnar segja að yfir 3000 manns hafi látist í átökunum í landinu síðustu sjö mánuði. Samkvæmt skýrslu Amnesty hafa sýrlensk yfirvöld gefið öryggissveitum sínum frjálsan tauminn á sjúkrahúsunum. Í mörgum tilfellum virðist sem starfsfólk sjúkrahúsanna taki þátt í pyntingunum og illri meðferð á sjúklingunum sem þau eiga að hugsa um hvort sem þeir eru á móti stjórnvöldum í landinu eða ekki.
Mannréttindasamtökin skráðu niður tilvik þar sem sjúklingar höfðu verið færðir af sjúkrahúsunum. Í september leituðu öryggissveitir á sjúkrahúsum í Homs að leiðtoga mótmælenda sem átti að liggja þar inni vopnaður. Þegar þeir fundu hann ekki handtóku þeir átján særðar manneskjur. Meðal annars einn meðvitundarlausan sjúkling sem þeir tóku úr sambandi við öndunarvél til að fara með hann. Blóðbankinn er svo undir stjórnvöldum í landinu og erfitt þykir að nálgast blóð fyrir sjúklinga. Ef beiðni er send til bankans vegna sjúklings vita stjórnvöld af honum og getur það sett hann í hættu. Læknir á sjúkrahúsinu í Homs segist hafa séð marga sjúklinga hverfa af spítalanum og eitt sinn hafi hann séð hjúkrunarkonu berja 14 ára gamlan mótmælenda sem var færður inn með skotsár.