Vilja hafa NATO áfram

Merki NATO
Merki NATO

Ný stjórnvöld í Líbíu vilja að NATO verði áfram í landinu. „Ég fór fram á að NATO yrði að minnsta kosti einn mánuð í viðbót,“ segir Ali Tarhuni, olíu og fjármálaráðherra Þjóðarráðs Líbíu. Hann er jafnframt formaður öryggisráðs landsins, sem var sett á laggirnar í Trípólí í september.

NATO tilkynnti fyrir stuttu að hlutverki þess væri lokið og að það myndi fara frá Líbíu í lok október. Lokaákvörðun um framhald hernaðarumsvifa NATO í Líbíu verður tekin í næstu viku í samráði við þjóðarráðið og Sameinuðu þjóðirnar.

„Líbíumenn þurfa ekki lengur að óttast árásir frá fylgismönnum Gaddafis og nýir leiðtogar ættu að geta fengist við þær, komi slíkt ástand upp,“ er haft eftir yfirmanni herafla NATO á svæðinu, Charles Bouchard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka