Vopn á víð og dreif í Líbíu

Margir eru uggandi vegna þess hversu vel óbreyttir borgarar í …
Margir eru uggandi vegna þess hversu vel óbreyttir borgarar í Líbíu eru vopnum búnir. Mannréttindasamtök hvetja til þess að þjóðin verði afvopnuð. Reuters

Mikið magn vopna liggur á víð og dreif nálægt borginni Sirte í Líbíu, fæðingarborg hins fallna leiðtoga Gaddafis. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hvetja Þjóðarráð Líbíu til að finna vopnunum öruggari stað.

Meðal vopna sem liggja á víðavangi eru eldflaugar, sem nota má til að skjóta niður farþegaflugvélar og ýmis konar sprengiefni sem auðveldlega má nota til að útbúa bílasprengjur, áþekkar þeim sem hafa drepið þúsundir manna í Írak og Afganistan. Vitað er til þess að óbreyttir borgarar hafi látið greipar sópa í þessu vopnabúri, án nokkurrar heimildar til slíks.

Mikið vopnabúr er nú í landinu eftir átta mánaða löng átök og afvopnun þjóðarinnar er eitt af brýnustu  verkefnunum sem bíða Þjóðarráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert