Björgunarsjóður yfir billjón

Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Petr Necas, …
Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Petr Necas, forsætisráðherra Frakklands og Frakklandsforseti, Nicolas Sarkozy við upphaf leiðtogafundarins. Reuters

Heimildarmenn AFP-fréttastofunnar segja að á leiðtogafundi ESB sé rætt nú rætt um að björgunarsjóður ESB verði stækkaður upp í 1,3 billjónir evra. Hann verði með öðrum orðum fjórfaldaður. Sagt er að Þýskaland styðji slíka aukningu.

Áður höfðu 440 milljarðar evra verið settar í björgunarsjóðurinn (EFSF) en það dugði ekki til. Málið er enn óútkljáð, ekki er fyllilega ljóst hvaðan peningarnir koma og ekki mun standa til að nefna nákvæmar fjárhæðir við lok fundarins. Kína, Rússland og Brasilía hafa þó gefið til kynna að þau séu tilbúin til að lána fé til að styrkja sjóðinn.

Markaði í Bandaríkjunum hafa tekið fregnunum vel, þótt óljósar séu. Dow-Jones vísitalan hækkaði um 1,38%, Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,46% og S&P vísitalan um 1,05%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert