Merkel: Nú eða aldrei

Angela Merkel
Angela Merkel Reuters

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir að leysa verði grundvallarveikleika og gloppur í uppbyggingu Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Þetta kom fram í máli Merkel er hún fjallaði um málefni evru-svæðisins á þýska þinginu í dag. Segir hún að ef ekkert verði að gert nú gerist það aldrei.

Leiðtogar Evrópusambandsins munu hittast á fundi síðar í dag til þess að ræða vanda evru-svæðisins en að sögn Merkel getur vandinn varla verið meiri. „Þetta er mesta áskorun sem Efnahags- og myntbandalagið hefur staðið frammi fyrir," segir Merkel.

Gott ástand í Evrópu er Þjóðverjum til hagsbóta. Þýskaland getur einungis staðið fjárhagslega vel að vígi ef Evrópa stendur vel að vígi. „Ef evran fellur þá fellur Evrópa," bætti hún við.

Evrur
Evrur Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert