Samþykkt að hætta hernaði í Líbíu

Öryggisráðið fundar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Öryggisráðið fundar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Reuters

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að binda enda á alþjóðlegar hernaðaraðgerðir í Líbíu frá og með næsta mánudegi, sjö mánuðum eftir að aðgerðir þar hófust.

Í mars síðastliðnum var samþykkt í öryggisráðinu að beita „öllum nauðsynlegum aðferðum“ til að vernda almenna borgara í Líbíu eftir að Múammar Gaddafí hóf að berja niður uppreisnina í landinu með völdum.

Á þeim sjö mánuðum sem síðan eru liðnir hafa um 26.000 verkefni verið leyst og 10.000 loftárásir gerðar. Nató, sem stóð fyrir loftárásum á Líbíu, tilkynnti í síðustu viku að verkefninu yrði lokið 31. október og í dag ákvað öryggisráðið hið sama, þrátt fyrir að þjóðarráð Líbíu hafi óskað eftir áframhaldandi viðveru hersveita í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert