Danir ætla að koma skikki á evruna

Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Reuters

Danir stefna að því að koma skikki á efnahagsmál Evrópusambandsins þegar þeir taka við forsætinu á næsta ári, að sögn forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schimdt.

„Við þurfum að styrkja evrópsk hagkerfi og þétta þau þar sem nauðsyn krefur. Það er eitt af forgangsatriðunum í forsætistíð Danmerkur," sagði Thorning-Schmidt í opinberri heimsókn til Lettlands í dag.

Hún sagði jafnframt að þau lönd sem væru aðilar að myntbandalagi evrunnar þyrftu að bæta úr samstarfi sín á milli til að tryggja að viðlíka vandamál og nú blöstu við kæmu aldrei aftur. „Það hlýtur að teljast nóg að svona lagað gerist einu sinni. Við þurfum á meiri aga að halda í Evrópu," sagði Thorning-Schmidt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert