Frelsisstyttan 125 ára í dag

Frelsisstyttan á 125 ára afmæli í dag, 28. október 2011.
Frelsisstyttan á 125 ára afmæli í dag, 28. október 2011. Reuters

Frelsisstyttan í Bandaríkjunum átti í dag 125 ára afmæli sem haldið var upp á með viðhöfn. Frá og með deginum í dag verður aðgangur að styttunni lokaður í eitt ár á meðan hún gengst undir viðgerð.

Yfir 1.000 manns frá Bandaríkjunum og Frakklandi, en þaðan kom Frelsisstyttan sem gjöf á 19. öld, héldu upp á afmælið með veislu á Liberty Island í New York höfn í dag. Var m.a. boðið upp á köku í laginu eins og styttan táknræna.  „Enn í dag er hún innblástur fyrir fólk um allan heim," sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri New York við þetta tækifæri.

Frelsisstyttan, sem var sköpuð af franska höggmyndalistamanninum Fredeeric Auguste Bartholdi, var vináttugjöf frá Frakklandi til Bandaríkjanna. Styttan varð brátt táknmynd frelsis, ekki síst þeirra milljóna innflytjenda sem leituðu nýs lífs í Bandaríkjunum á 19. og 20. öld. Alls fóru 12 milljónir innflytjenda í gegnum innflytjendamiðstöðina á Ellis Island í New York og var frelsisstyttan það fyrsta sem flestir þeirra sáu við komuna til Norður-Ameríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert