Hætta stuðningi, fái Palestína aðild

Merki UNESCO
Merki UNESCO

Kosið verður um umsókn Palestínu um aðild að UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, á fundi stofnunarinnar á mánudaginn. Kosningin fer fram á sama tíma og utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Malki, ávarpar allsherjarþing SÞ.

Verði Palestónu veitt full aðild að UNESCO, verður stofnunin af milljónum dollara sem Bandaríkin hafa hingað til veitt henni. Palestína er nú með áheyrnarfulltrúa í UNESCO og þarlendir diplómatar fullyrtu við AFP-fréttastofuna að þeir hefðu tryggt sér nægan stuðning til að fá aðildina samþykkta.

Fái Palestína aðild að UNESCO verður stofnunin af 70 milljónum árlega, en það eru 22% af umráðafé stofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert