Mun Kína bjarga ESB?

Klaus Regling, forstjóri björgunarsjóðs ESB.
Klaus Regling, forstjóri björgunarsjóðs ESB. Reuters

Eng­ar form­leg­ar viðræður eru í gangi á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og kín­verska yf­ir­valda um að Kín­verj­ar fjár­mögn­un björg­un­ar­sjóð ESB, EFSF, en áður hafði verið leitt að því lík­um. Klaus Regl­ing, for­stjóri sjóðsins er nú stadd­ur í Pek­ing og hef­ur heim­sókn­in ýtt und­ir vanga­velt­ur af þessu tagi, ekki síst þar sem Jap­an­ar munu fjár­magna sjóðinn.

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa verið veitt­ar um hvert er­indi Regl­ings er til Kína eða hverja hann muni hitta í þess­ari för hans, en leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna ræddu á fundi sín­um í gær um þann mögu­leika að fá Kína og önn­ur stór ríki til að koma að fjár­mögn­un sjóðsins.

Rík­is­fjöl­miðlar í Kína staðhæfa að stjórn lands­ins muni leggja fé í EFSF, en það hef­ur ekki feng­ist staðfest hjá yf­ir­völd­um. Rík­is­frétta­stof­an Xin­hua sagði í gær að Evr­ópu­bú­ar ættu að taka ábyrgð á eig­in ástandi og ekki reiða sig á hjálp­sama Sam­verj­ann til að koma sér til bjarg­ar.

Marg­ir gætu átt erfitt með að skilja hvers vegna Kín­verj­ar ættu að aðstoða skuldug Evr­ópu­ríki þegar víða er pott­ur brot­inn í Kína. Þar búa marg­ir við kröpp kjör í lé­legu hús­næði og hækk­andi mat­væla­verð hef­ur haft mik­il áhrif á fá­tæka íbúa lands­ins.

Nokkr­ir mögu­leik­ar hafa verið nefnd­ir um hvernig Kína gæti komið evru­svæðinu til bjarg­ar. Kín­verj­ar gætu fjár­fest beint í EFSF með því að leggja fé í sér­stak­an sjóð, sem yrði í um­sjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, með því að fjár­festa í evr­ópsk­um bönk­um eða með því að kaupa skuld­ir ein­stakra evru­ríkja.

Skömmu eft­ir að sam­komu­lag­inu um stækk­un björg­un­ar­sjóðsins var náð í gær, hringdi Nicolas Sar­kozy for­seti Frakk­lands í Hu Jintao, for­seta Kína. „Ef Kín­verj­ar, sem eiga 60% af fjár­magni heims, ákveða að fjár­festa í evr­unni í stað doll­ar­ans, þá för­um við varla að neita þeim um það,“ sagði Sar­kozy í sjón­varps­viðtali. „Það myndi ekki hafa áhrif á sjálf­stæði okk­ar á neinn hátt.

Kín­verj­ar hafa fjár­fest um­tals­vert í evr­ópsk­um skulda­bréf­um og hafa ít­rekað hvatt Evr­ópu til að leysa skulda­vanda sinn. Þeir segja að of mik­il áhætta hafi verið tek­in, sem hefði getað leitt til heimskreppu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert