55 milljarða reiknivilla í Þýskalandi

Þýska ríkið er 55 milljörðum evra ríkara en talið var.
Þýska ríkið er 55 milljörðum evra ríkara en talið var. Reuters

Talnaspekúlantar í fjármálaráðuneyti Þýskalands gerðu ánægjulega uppgötvun í vikunni, þegar þeir áttuðu sig á því að þýska ríkið væri í reynd 55 milljörðum evra ríkara en talið var. Reiknivilla hafði gert það að verkum að milljarðarnir 55 gleymdust.

Reiknivillan varð þegar fjármálafyrirtækið Hypo Real Estate var þjóðnýtt árið 2009. Í millitíðinni hefur ríkissjóður sett rúmlega 145 milljarða evra í að endurfjármagna fyrirtækið. 

Ekki er með öllu ljóst hvernig á þessari mistalningu stendur, en milljarðarnir sem nú hafa „fundist“ eru talsvert myndarleg upphæð svo þýsk yfirvöld geta ekki annað en glaðst, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar ríki evrusvæðisins glíma mörg við mikinn skuldavanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert