Stjórnvöld í Tælandi hafa beðið um bandaríska herinn um að lána herþyrlur til að rannsaka flóðin sem ógna höfuðborg landsins, Bangkok.
Bandaríska herskipið USS Mustin er nú í höfn í Laem Chabang suður af Bangkok. Tvær Seahawk herþyrlur munu fljúga yfir flóðasvæðin norður af Bangkok.
Ekkert lát er flóðunum og óttast yfirvöld víðtækari flóð í Bangkok. Nú þegar hafa um 370 manns drukknað í flóðunum og fjárhagslegt tjón er mjög mikið.