Helmingur aðspurðra í könnun Gallup í Bandaríkjunum vill lögleiða marijúana. Þetta er í fyrsta skiptið síðan Gallup hóf að spyrja Bandaríkjamenn um afstöðu sína til lögleiðngar sem fleiri vilja lögleiða marijúana en banna.
Nákvæmlega 50 prósent aðspurðra vill lögleiða marijúana en 46 prósent vill viðhalda banninu. Gallup spurðist fyrst fyrir um lögleiðinguna árið 1969 en þá vildu 12 prósent lögleiða marijúana en 84 prósent að það yrði ekki leyft.
Frjálslyndir og fólk á aldrinum 18 til 29 ára er hlynntast lögleiðingu en íhaldsmenn og fólk eldri 65 ára standa fastast gegn lögleiðingu marijúana.