Ísraelski flugherinn gerði loftárás á vopnaverksmiðju og þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna Islamic Jihad á Gaza ströndinni í dag samkvæmt talsmanni ísraelska hersins. Fimm hryðjuverkamenn voru felldir í árásinni og að minnsta kosti tíu eru særðir eftir hana. Talsmaður hryðjuverkasamtakanna hefur heitið hefndum fyrir loftárásina.